Erlent

Þrjú hús skoluðust burt í Noregi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/nrk/ARNE VEUM, NTB SCANPIX
Úrhelli og flóð olli miklum spjöllum í Vestur-Noregi í dag og virðist ekkert lát vera þar á. Þrjú hús skoluðust burt í Flåm í sveitarfélaginu Aurland en engan sakaði.  Ákvörðun var þó tekin um að flytja um 200 íbúa af svæðinu.

Þá hrifsaði aurskriða með sér heilt íbúðarhús í Norheimsund í Hörðalandi í dag og hætta er talin vera á frekari aurskriðum. Íbúar höfðu þegar forðað sér og sakaði því engan.

Miklar skemmdir hafa orðið á byggingum vegna vatnavaxtanna en vatn hefur flætt í hús víða og óttast er að tjón muni aukast umtalsvert.  Vegir eru margir hverjir ófærir en bíla- og lestaumferð stöðvaðist víða í dag vegna skemmda á vegum og brautarteinum af völdum flóða og aurskriða.




Tengdar fréttir

Norðmenn búa sig undir mikið berghlaup

Norskir jarðfræðingar reikna með að stærðarinnar berghlaup verði í fjallinu Mannen milli Bergen og Þrándheims næstu klukkustundirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×