Erlent

Ebólufaraldurinn í mikilli sókn

Vísir/AFP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi frá sér viðvörun í gærkvöldi vegna ebólufaraldursins í Vestur Afríku þar sem sagði að sjúkdómurinn hefði skotið föstum rótum í höfuðborgum ríkjanna þriggja, Gíneu, Síerra Leoné og Líberíu.

Viðbrögð alþjóðasamfélagsins duga hvergi nærri til að stemma stigu við útbreiðslu hans og smituðum fjölgar nú hratt. Rétt tæplega fjögurþúsund manns hafa nú látist af völdum sjúkdómsins og þar af eru um 200 heilbrigðisstarfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×