Innlent

Óttast fjöldamorð í Kobani

Samúel Karl Ólason skrifar
Vígamenn IS hafa kveikt mikla elda í Kobani svo flugmenn Bandaríkjanna eigi erfiðara með að sjá hvað sé að gerast á jörðu niðri.
Vígamenn IS hafa kveikt mikla elda í Kobani svo flugmenn Bandaríkjanna eigi erfiðara með að sjá hvað sé að gerast á jörðu niðri. Vísir/AP
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi óttast að þeir fimm hundruð til sjö hundruð einstaklingar sem sitja fastir í Kobani séu í hættu, falli borgin í hendur vígamanna Íslamska ríkisins. Staffan de Mistura óttast að fjöldamorð verði framið í Kobani.

SÞ telja aðeins örfáar leiðir úr borginni opnar fólki en af þeim sem enn eru í Kobani eru flestir þeirra gamalmenni. Þá sitja tíu til þrettán þúsund manns fastir í nágrenni borgarinnar.

Þetta fólk er allt í hættu samkvæmt Mistura.

Loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gegn IS hafa náð árangri og er jafnvel talið að sókn þeirra hafi verið stöðvuð í bili samkvæmt BBC.


Tengdar fréttir

Kobani við það að falla

Vígamenn ISIS samtakanna í Sýrlandi eru sagðir við það að ná borginni Kobani á sitt vald sem er talið hafa gríðarlega hernaðarlega þýðingu í för með sér. Borgin er rétt við landamæri Tyrklands þar sem Kúrdar eru fjölmennir og nái ISIS menn völdum í borginni er óttast um líf íbúanna sem taldir eru villutrúar af ofstækismönnunum.

Gerðu loftárásir við Kobane

Loftárásirnar hófust seint í gærkvöldi um sama leiti og vopnaðar sveitir Kúrda ráku vígamenn IS úr austurhluta borgarinnar.

Kúrdar verja Kobani enn

Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að bregðast við svo Kobani falli ekki í hendur IS.

Hart barist í Kobani

Á annan tug manna hafa látið lífið í Tyrklandi í mótmælum gegn aðgerðaleysi tyrkneskra stjórnvalda. Erdogan Tyrklandsforseti segir að loftárásir dugi ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×