Erlent

Ebólusmit staðfest í Bandaríkjunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá flugvellinum i Los Angeles, þar sem viðbúnaður hefur verið aukinn vegna ebóluhættunnar.
Frá flugvellinum i Los Angeles, þar sem viðbúnaður hefur verið aukinn vegna ebóluhættunnar. Vísir/AFP
Heilbrigðisstarfsmaður í Texas, einn þeirra sem sá um umönnun Thomas Duncan áður en að Duncan lést úr ebóluveikinni, hefur greinst með veiruna banvænu. Þetta segja yfirvöld í Bandaríkjunum.

BBC greinir frá. Lítið er vitað um ástand starfsmannsins að svo stöddu en þetta er fyrsta staðfesta ebólusmitið sem greinist í Bandaríkjunum. Duncan, fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lætur lífið vegna veirunnar, smitaðist í Líberíu en greindist síðar í Bandaríkjunum. Rúmlega fjögur þúsund manns hafa látið lífið í faraldrinum frá því í byrjun árs.

„Við höfum verið að búa okkur undir að annað tilfelli gæti komið upp,“ segir David Lakey, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Texas.


Tengdar fréttir

Talin hafa snert andlit sitt með hanska

Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests.

Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu

Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×