Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 16. október 2014 14:47 Svona gæti endurbættur Laugardalsvöllur litið út. Vísir/bj.snæ arkitektar Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30