NSA rannsakar störf yfirmanns hjá stofnuninni fyrir einkafyrirtæki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. október 2014 23:45 Keith Alexander stjórnaði NSA í tæp átta ár. Vísir / AFP Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hefur hafið rannsókn á störfum yfirmanns tæknideildar stofnunarinnar vegna hlutastarfs hans hjá einkafyrirtæki sem fyrrverandi yfirmaður NSA, Keith Alexander, stofnaði. Málið þykir vekja upp spurningar um hversu skýrar línurnar eru á milli starfa stjórnvalda og einkafyrirtækja.Þróar hugbúnað fyrir bankaReuters fjallar um málið á vef sínum í kvöld og greinir frá því að samkvæmt samkomulagi við NSA sé tæknistjóranum, Patrick Dowd, heimilað að vinna allt að 20 klukkustundir á viku fyrir IronNet Cybersecurity Inc. Reuters hefur fengið staðfestingu á fyrirkomulaginu hjá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar. IronNet Cybersecurity vinnur að þróun hugbúnaðar til að verja tölvukerfi fyrir árásum. Lausnin er markaðssett fyrir fjármálastofnanir og önnur einkafyrirtæki.Starfshættir NSA hafa verið gagnrýndir harðlega í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden.Óljóst hvað hefur gerst „Ég vildi að Pat myndi halda áfram hjá NSA. Hann vildi vinna með okkur,“ sagði Alexander í samtali við Reuters um málið. Hann segir að stofnunin hafi samþykkt þetta fyrirkomulag og að vilji hafi verið til að halda Dowd í það minnsta í hlutastarfi hjá NSA vegna sérþekkingar hans. Alexander viðurkennir að fyrirkomulagið sé sérstakt. „Mér fannst bara að það væri rangt fyrir NSA og þjóðina að hann myndi hætta,“ segir hann. Í sameiningu hafa þeir Dowd lagt fram umsóknir um einkaleyfi á þeim tæknilausnum sem þeir þróuðu í sameiningu hjá NSA. Alexander segir þó fyrirtækið ekki vinna að þróun neins sem byggir á þeim einkaleyfum.Staðfestir rannsókn Ekki liggur fyrir hversu mikla vinnu – ef einhverja – Dowd hefur innt af hendi fyrir IronNet. Þá virðist samkomulagið vera í samræmi við lög. Talskona NSA hefur hinsvegar staðfest að málið sé til rannsóknar og að það sé tekið alvarlega. „Þetta mál er til skoðunar hjá stofnuninni. Þó að NSA geti ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna, þá tekur NSA siðareglum og reglugerðum alvarlega í öllum deildum þess,“ segir í yfirlýsingu Vanee Vines, fjölmiðlafulltrúa NSA, vegna fyrirspurna Reuters. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hefur hafið rannsókn á störfum yfirmanns tæknideildar stofnunarinnar vegna hlutastarfs hans hjá einkafyrirtæki sem fyrrverandi yfirmaður NSA, Keith Alexander, stofnaði. Málið þykir vekja upp spurningar um hversu skýrar línurnar eru á milli starfa stjórnvalda og einkafyrirtækja.Þróar hugbúnað fyrir bankaReuters fjallar um málið á vef sínum í kvöld og greinir frá því að samkvæmt samkomulagi við NSA sé tæknistjóranum, Patrick Dowd, heimilað að vinna allt að 20 klukkustundir á viku fyrir IronNet Cybersecurity Inc. Reuters hefur fengið staðfestingu á fyrirkomulaginu hjá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar. IronNet Cybersecurity vinnur að þróun hugbúnaðar til að verja tölvukerfi fyrir árásum. Lausnin er markaðssett fyrir fjármálastofnanir og önnur einkafyrirtæki.Starfshættir NSA hafa verið gagnrýndir harðlega í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden.Óljóst hvað hefur gerst „Ég vildi að Pat myndi halda áfram hjá NSA. Hann vildi vinna með okkur,“ sagði Alexander í samtali við Reuters um málið. Hann segir að stofnunin hafi samþykkt þetta fyrirkomulag og að vilji hafi verið til að halda Dowd í það minnsta í hlutastarfi hjá NSA vegna sérþekkingar hans. Alexander viðurkennir að fyrirkomulagið sé sérstakt. „Mér fannst bara að það væri rangt fyrir NSA og þjóðina að hann myndi hætta,“ segir hann. Í sameiningu hafa þeir Dowd lagt fram umsóknir um einkaleyfi á þeim tæknilausnum sem þeir þróuðu í sameiningu hjá NSA. Alexander segir þó fyrirtækið ekki vinna að þróun neins sem byggir á þeim einkaleyfum.Staðfestir rannsókn Ekki liggur fyrir hversu mikla vinnu – ef einhverja – Dowd hefur innt af hendi fyrir IronNet. Þá virðist samkomulagið vera í samræmi við lög. Talskona NSA hefur hinsvegar staðfest að málið sé til rannsóknar og að það sé tekið alvarlega. „Þetta mál er til skoðunar hjá stofnuninni. Þó að NSA geti ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna, þá tekur NSA siðareglum og reglugerðum alvarlega í öllum deildum þess,“ segir í yfirlýsingu Vanee Vines, fjölmiðlafulltrúa NSA, vegna fyrirspurna Reuters.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira