Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 3-0 | Fjölnir áfram í deild þeirra bestu Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira