Íslenski boltinn

Þrjú töp í Evrópubaráttunni og Fram féll

Ólafur Þórðarson gat fagnað Evrópusæti.
Ólafur Þórðarson gat fagnað Evrópusæti. vísir/daníel
Víkingar komust í Evrópukeppni þrátt fyrir að tapa í Keflavík, 2-0, fyrir heimamönnum í lokaumferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Hin liðin í baráttunni; Valur og Fylkir, töpuðu bæði. Blikar lögðu Val, 3-0, á meðan Fylkir tapaði fyrir Fram, 4-0, í ótrúlegum leik þar sem Framarar skoruðu tvö mörk manni færri.

KR vann Þór, 4-1, þar sem Gary Martin skoraði þrennu og fær líklega gullskóinn og í Grafarvoginum bjargaði Fjölnir sæti sínu með stæl, en liðið vann ÍBV, 3-0.

Hægt er að smella á hvern leik fyrir sig hér að neðan til að sjá markaskorara og allt það helsta úr lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×