Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2014 13:00 Víkingur, Valur og Fylkir eiga möguleika á Evrópusæti. Vísir/Ernir Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira