Enski boltinn

Misstirðu af mörkum helgarinnar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Myndböndin birtast á mánudagsmorgni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.

Chelsea er með fimm stiga forystu í deildinni nú þegar hún er komin í landsleikjafrí en Manchester City komst upp í annað sætið með sigri á Aston Villa, þökk sé sigri Tottenham á Southampton.

Manchester United, Swansea og Tottenham koma svo í næstu sætum með ellefu stig en Arsenal og Liverpool eru ekki langt undan.

Leikir helgarinnar:

Hull - Crystal Palace 2-0

Leicester - Burnley 2-2

Liverpool - West Brom 2-1

Sunderland - Stoke 3-1

Aston Villa - Manchester City 0-2

Swansea - Newcastle 2-2

Manchester United - Everton 2-1

Tottenham - Southampton 1-0

Chelsea - Arsenal 2-0

West Ham - QPR 2-0


Tengdar fréttir

Tottenham lagði Southampton

Tottenham vann mikilvægan sigur á Southampton 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Christian Eriksen skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Hazard og Costa afgreiddu Arsenal

Chelsea náði fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2-0 sigri á Arsenal í hörkuleik.

West Ham vann QPR auðveldlega

West Ham United fór létt með að leggja QPR 2-0 að velli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. West Ham komst snemma yfir og var QPR aldrei líklegt til afreka í leiknum.

City kláraði Villa í lokin

Manchester City lagði Aston Villa 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mörkin voru skoruð á átta síðustu mínútum leiksins.

Langþráður sigur hjá Liverpool

Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×