Wenger: Bíðum aðeins með að líkja Welbeck við Henry Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 08:15 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði mönnum að vera rólegir þegar þeir fóru að bera saman Danny Welbeck og Arsenal-goðsögnina ThierryHenry eftir sigur liðsins á Aston Villa á laugardaginn. Welbeck spilaði vel í leiknum; skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þjóðverjann Mesut Özil sem hefur verið harkalega gagnrýndur að undanförnum. Enska landsliðsframherjanum virðist líða vel hjá Arsenal þar sem hann fær nú að spila sem framherji eftir að hafa verið mikið geymdur á kantinum hjá Manchester United. Thierry Henry lenti í svipuðum hlut þegar hann kom frá Juventus til Arsenal árið 1999. Hjá ítalska liðinu var hann mikið látinn spila á kantinum, en hjá Arsenal var hann fremsti maður og raðaði inn mörkum. „Sjáið nú til, gefið mér smá tíma. Það er frekar snemmt að fara að bera þá saman þegar litið er til allra markanna sem Henry skoraði,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Villa. „Danny hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá hvernig hann þróast. Hann hefur gott hugarfar, er líkamlega sterkur, góður með boltann og gerir mikið fyrir sóknarleikinn okkar því hann tapar ekki boltanum og allt eru þetta góðir kostir. Thierry Henry setti gott fordæmi og ég hef ekkert á móti því að menn feti í hans fótspor.“ Aðspurður hvort það geri Welbeck ekki gott að spila fremstur og fara að skora aftur sagði Frakkinn: „Hann spilaði á kantinum hjá Manchester United, en aldrei sem fremsti maður. Maður missir svolítið tilfinninguna fyrir því að skora mörk og finnur ekki fyrir sömu pressu. Maður verður að vera fremstur og bíða eftir tækifærinu til að ganga frá andstæðingnum. Sem kantmaður er sú pressa ekki jafnmikil.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði mönnum að vera rólegir þegar þeir fóru að bera saman Danny Welbeck og Arsenal-goðsögnina ThierryHenry eftir sigur liðsins á Aston Villa á laugardaginn. Welbeck spilaði vel í leiknum; skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þjóðverjann Mesut Özil sem hefur verið harkalega gagnrýndur að undanförnum. Enska landsliðsframherjanum virðist líða vel hjá Arsenal þar sem hann fær nú að spila sem framherji eftir að hafa verið mikið geymdur á kantinum hjá Manchester United. Thierry Henry lenti í svipuðum hlut þegar hann kom frá Juventus til Arsenal árið 1999. Hjá ítalska liðinu var hann mikið látinn spila á kantinum, en hjá Arsenal var hann fremsti maður og raðaði inn mörkum. „Sjáið nú til, gefið mér smá tíma. Það er frekar snemmt að fara að bera þá saman þegar litið er til allra markanna sem Henry skoraði,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Villa. „Danny hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá hvernig hann þróast. Hann hefur gott hugarfar, er líkamlega sterkur, góður með boltann og gerir mikið fyrir sóknarleikinn okkar því hann tapar ekki boltanum og allt eru þetta góðir kostir. Thierry Henry setti gott fordæmi og ég hef ekkert á móti því að menn feti í hans fótspor.“ Aðspurður hvort það geri Welbeck ekki gott að spila fremstur og fara að skora aftur sagði Frakkinn: „Hann spilaði á kantinum hjá Manchester United, en aldrei sem fremsti maður. Maður missir svolítið tilfinninguna fyrir því að skora mörk og finnur ekki fyrir sömu pressu. Maður verður að vera fremstur og bíða eftir tækifærinu til að ganga frá andstæðingnum. Sem kantmaður er sú pressa ekki jafnmikil.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45
Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15
Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01