Erlent

Rúmlega þúsund handtökur í samstilltri aðgerð lögreglu í Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Rob Wainwright, framkvæmdastjóri Europol.
Rob Wainwright, framkvæmdastjóri Europol. Vísir/AFP
Lögregla í fjölmörgum ríkjum Evrópu hafa handtekið rúmlega þúsund manns í samhæfðri aðgerð sem beinist gegn skipulagðri glæpastarfsemi í álfunni.

Aðgerðin Arkímedes beindist að fólki sem grunað er um mansal, kókaínsmygl, skattsvik, fölsun og þjófnað. „Þetta er stærsta samstillta aðgerðin gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu,“ sagði Rob Wainwright, framkvæmdastjóri Europol á fréttamannafundi nú fyrir stundu.

Samkvæmt upplýsingum frá Europol voru 1.027 handtökur gerðar á níu dögum, þar af 90 vegna mansals. Þá hafi tekist að bjarga þrjátíu rúmenskum börnum frá því að verða mansali að bráð. Þá hafi einnig verið lagt hald á fleiri 599 kíló af kókaíni, 200 kíló af heróíni, 1,3 tonn af kannabisefnum.

Á upplýsingasíðu Europol um aðgerðina, sem kölluð er Operation Archimedes, kemur einnig fram að ein milljón evra í seðlum hafi verið haldlögð auk þrettán lúxusbifreiða.

Á síðunni kemur fram að handtökur hafi verið gerðar í 34 ríkjum - 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins, Bandaríkjunum, Noregi, Ástralíu, Kólumbíu, Sviss og Kólumbíu.

Wainwright segist halda að með aðgerðinni hafi verið gerð „umfangsmikil árás á innviði glæpastarfsemi“ í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×