Erlent

Brasilía ekki aðili að samkomulagi um stöðvun skógareyðingar

Atli Ísleifsson skrifar
Brasilíski umhverfisráðherrann segir Brasilíu hafa sett sér sín eigin markmið, þar sem ætlunin er að draga úr eyðingu skógar um 3.900 ferkílómetra á hverju ári fram til ársins 2020.
Brasilíski umhverfisráðherrann segir Brasilíu hafa sett sér sín eigin markmið, þar sem ætlunin er að draga úr eyðingu skógar um 3.900 ferkílómetra á hverju ári fram til ársins 2020. Vísir/AFP

Brasilísk stjórnvöld hafa neitað því að gerast aðilar að fjölþjóðlegu samkomulagi um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030.

Bandaríkin, Kanada og aðildarríki ESB voru meðal þeirra þrjátíu ríkja sem hafa heitið því að draga úr skógareyðingu um helming fyrir árið 2020 og vinna að endanlegu markmiði fyrir 2030.

Stærstu órofnu regnskógar heims eru í Brasilíu, en stjórnvöld þar í landi segja að samkomulagið myndi brjóta í bága við lög landsins.

Í frétt BBC segir að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vonist til að samkomulagið taki gildi á næsta ári.

Isabella Teixeira, umhverfisráðherra Brasilíu, segir að ekki hafi verið haft samráð við brasilísk stjórnvöld þegar unnið var að gerð samkomulagsins. „Ég tel hins vegar ómögulegt að hugsa sér að mögulegt sé að vera með alþjóðlegt framtak sem varðar skóga án þess að Brasilía sé aðili. Það gengur ekki upp.“

Ráðherrann segir Brasilíu hafa sett sér sín eigin markmið, þar sem til standi að draga úr eyðingu skógar um 3.900 ferkílómetra á hverju ári fram til ársins 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.