Erlent

Leiðangurinn til Mars ódýrari en Gravity

Vísir/AFP
Indverska könnunarfarið sem fór á sporbaug um Mars í gær er þegar byrjað að senda myndir aftur til jarðar og virðist allt ganga að óskum í leiðangrinum. Gríðarleg gleði hefur ríkt á Indlandi með framtakið en Indverjar komust þarmeð í fámennan hóp því aðeins Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Rússar hafa leikið slíkt eftir.

Þá hefur verið eftir því tekið hve leiðangurinn er ódýr og grínaðist forsætisráðherra landsins, Narendra Modi með það í gær að Indverjar hefðu eytt minni peningum í verkefnið en það kostaði að framleiða Hollywood geimmyndina Gravity sem naut vinsælda í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×