Erlent

Vill að andlitshúðflúraðir missi bæturnar

Atli Ísleifsson skrifar
Þessi myndi mögulega ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum samkvæmt hugmyndum danska þingmannsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þessi myndi mögulega ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum samkvæmt hugmyndum danska þingmannsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Danskur þingmaður vill meina að atvinnuleitendur með fáránleg húðflúr útiloki sjálfa sig frá því að gegna fjölda starfa. „Ef maður lætur húðflúra hauskúpu á andlitið má líta svo á að viðkomandi hafi ekki áhuga á að gegna hinum og þessum störfum.“

Ole Birk Olesen, þingmaður Frjálslynda bandalagsins, færir rök fyrir því í skoðanagrein á vef Berlingske, að fólk með andlitið þakið húðflúrum og þeir sem klæðast andlitsblæjum sem hylja allt nema augun eða fatnaði merktum mótorhjólagengjum, útiloki sig sjálfkrafa frá fjölda lausra starfa og ætti því ekki að eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða annarri framfærslu á vegum hins opinbera.

„Ef þú vilt lifa á peningum, sem aðrir hafa greitt í skatt, þá ber þér skylda til að leggja smá á þig til að finna stað í samfélaginu þar sem þú getur orðið til gagns og þénað laun,“ segir Olesen og bætir við að menn megi að sjálfsögðu gera það sem þeir vilja með líkama sinn og klæðast því sem þeir vilja, séu þeir sjálfum sér nægir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×