Erlent

Bjarga 300 flóttamönnum úr bát undan ströndum Kýpur

Atli Ísleifsson skrifar
Báturinn fannst um 100 kílómetrum suður af bænum Paphos.
Báturinn fannst um 100 kílómetrum suður af bænum Paphos. Vísir/AFP
Kýpversk yfirvöld reyna nú að bjarga 300 manns sem eru fastir í bát undan vesturströnd eyjarinnar. Talið er að farþegar bátsins séu sýrlenskir flóttamenn og að stæstum hluta konur og börn.

Að sögn talsmanns kýpverskra yfirvalda barst neyðarsending frá bátnum sem sigldi í slæmu veðri og fannst hann um 100 kílómetrum suður af bænum Paphos. Í frétt BBC segir að þyrlur séu þegar á vettvangi og skip á leiðinni.

Mikil aukning hefur orðið á þessu ári í fjölda þeirra flóttamanna sem reyna að sigla frá Norður-Afríku til Evrópu í leit að betra lífi. Bátarnir sem notaðir eru eru jafnan vanbúnir og ofhlaðnir.

Sú mikla aukning sem orðið hefur stafar ekki síst af öllum þeim sem eru nú á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, en flestir reyna að sigla áleiðis til annað hvort Ítalíu eða Möltu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×