Erlent

Bjargað frá fangelsisvist á síðustu stundu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Þýskur fjárhættuspilari datt í lukkupottinn á dögunum. Lögregluþjónar í borginni Bochum í Þýskalandi voru við hefðbundið eftirlit í spilasal þegar þeir áttuðu sig á því að einn af viðskiptavinum spilasalsins væri eftirlýstur.

Sá hafði verið dæmdur til að greiða 710 evru sekt eða fara í fangelsi í 71 dag eftir að hafa veitt lögreglu mótþróa.

AP fréttaveitan segir lögregluþjónana hafa rætt við manninn sem stóð við spilakassa. Þegar þeir tilkynntu manninum að hann væri handtekinn hófust mikil læti í spilakassanum og ljós blikkuðu. Sá eftirlýsti hafði unnið þúsund evru pott, eða um tæpar 153 þúsund krónur.

Hann borgaði sektina á staðnum, í reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×