Erlent

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Eric Holder tók við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna árið 2009.
Eric Holder tók við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna árið 2009. Vísir/AFP
Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun tilkynna um afsögn sína síðar í dag.

Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni innan bandarísku stjórnsýslunnar. Ekki er vitað um orsök afsagnarinnar, en í fréttinni segir að Holder hafi engar fyrirætlanir um hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir að hann lætur af embætti.

Holder er 63 ára gamall og tók við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×