Erlent

Bréfberi í New York með 40.000 óútborin bréf heima hjá sér

Atli Ísleifsson skrifar
Brucato á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Myndin tengist málinu ekki beint.
Brucato á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Myndin tengist málinu ekki beint. Vísir/Getty
Póstburðarmaður í New York-borg hefur viðurkennt að hafa sleppt því að bera út um 40 þúsund bréf til íbúa í hverfinu Flatbush og komið þeim fyrir á heimili sínu, bíl og læstum skáp sínum á pósthúsinu.

Uppgjafahermaðurinn Joseph Brucato viðurkenndi að hafa falið um tonn af pósti frá árinu 2005, en í frétt New York Post segir að það hafi tekið fimm starfsmenn bandaríska póstsins um fimm klukkustundir að fjarlægja póstinn úr íbúð mannsins sem hann deilir með eiginkonu og barni.

Upp komst um brot hins 67 ára póstburðarmanns eftir að annar starfsmaður póstsins tók eftir miklum fjölda óútborinna bréfa í bíl Brucato.

Brucato á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi, en hann kennir áfengisneyslu og þunglyndi um hvernig fyrir sér hafi verið komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×