Erlent

Hálshjó fyrrverandi samstarfskonu sína

Bjarki Ármannsson skrifar
Moore í Bandaríkjunum.
Moore í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Karlmaður í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum hálshjó í gær fyrrverandi samstarfskonu sína og særði aðra eftir að hafa verið sagt upp fyrr um daginn.

Árásin átti sér stað í byggingu matvælafyrirtækisins Vaughn Foods í borginni Moore í gær. Forstjóri fyrirtækisins, sem einnig er varamaður í lögreglunni þar í bæ, skaut árásarmanninn og særði hann. Sá var í kjölfarið handtekinn og er nú í haldi lögreglu.

Fréttastofa BBC greinir frá því að hinn þrítugi Alton Nolen hafi tekið uppsögn sinni mjög illa. Hann hafi farið út á bílastæði byggingarinnar og komið aftur inn vopnaður hnífi. Fyrsta fórnarlambi sínu, 54 ára gamalli konu að nafni Colleen Hufford, hafi hann mætt í anddyri byggingarinnar, ráðist á hana og skorið af henni höfuðið.

Hann hafi svo ráðist á aðra konu, hina 43 ára Traci Johnson, með sama hníf en var stöðvaður af forstjóranum Mark Vaughn sem áður segir. Nolen og Johnson voru bæði flutt á spítala og dvelja þar enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×