Erlent

Þurfa ekki að slökkva á farsímum í flugi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið út tilmæli um að ekki sé nauðsynlegt að slökkva á raftækjum eins og símum og spjaldtölvum í flugi. Segja þeir að farþegar geti notað slík tæki á öllum tímum fluga til og frá Evrópu.

„Við erum í rauninni að opna dyrnar á það að þú getir talað í símann þegar þú gengur um borð í flugvél og haldið símtalinu áfram alla leiðina. Eins og þú getur gert í lestum,“ segir Ilias Maragakis, talsmaður flugöryggisstofnun Evrópu.

Þó tilmælin liggi fyrir er það flugfélaganna að taka ákvörðun um að leyfa tækjanotkun hvað þetta snertir.

Dailymail segir að flugfélögin verði þó að sannreyna að raftækin hafi engin áhrif á flugvélar sínar áður en farþegum verður leyfilegt að sleppa því að stilla tæki sín á svokallað „airplane mode“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×