Erlent

Þrír slökkviliðsmenn létust sama daginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn taka þátt í minningarathöfn vegna árásarinnar á World trade center.
Slökkviliðsmenn taka þátt í minningarathöfn vegna árásarinnar á World trade center. Vísir/AFP
Þrír slökkviliðsmenn sem unnu við björgunarstörf í New York þann 11. september þegar árásirnar voru gerðar á World trade center turnana, létust sama daginn úr krabbameini. Með einungis nokkurra klukkutíma millibili.

BBC segir frá því að þúsundir einstaklinga sem unnu við björgunarstörf hafi greinst með heilsukvilla og þar á meðal krabbamein. Læknar segja þó ekki víst að veikindin megi tengja við árásirnar.

http://www.bbc.com/news/world-us-canada-29381978

Slökkviliðsstjóri New York segði dauðsföll mannanna þriggja vera sársaukafulla áminningu þess að þrettán árum seinna væru slökkviliðsmenn enn að gjalda fyrir hetjulega vinnu sína.

Formaður samtaka slökkviliðsmann , James Lemonda, segir að andrúmsloftið á Manhattan hafi verið eitrað þegar slökkviliðsmenn mættu fyrst á svæðið og það hafi verið það áfram í marga mánuði. Um þúsund dauðsföll hafa verið tengd við eitrað ryk eftir fall tvíburaturnanna.

Þá hafa mörg hundruð slökkviliðsmanna greinst með krabbamein og margir eiga við öndunarerfiðleika að stríða. Slökkviliðið í New York segir að auk þeirra 343 slökkviliðsmanna sem létust í árásunum, hafi 89 dáið vegna veikinda.

Neðra þing Bandaríkjanna sett upp neyðarsjóð til að hjálpa þeim sem berjast við veikindi sem tengja má árásunum. Löggjöf sem gerir fólki kleift að fá aðstoð rennur þó út innan tveggja ára og þingið hefur ekki tekið ákvörðun um að framlengja lögin.

„Ég bið leiðtoga okkar í Washington að vera jafn hugrakkir og fólkið sem tók þátt í björgunaraðgerðunum þennan dag,“ segir James Lemonda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×