Erlent

Göngufólk sat fast í hlíðum eldfjalls

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ellefu slösuðust og fjallgöngumenn sitja festir eftir að eldgos hófst í fjallinu Ontake í Japan í dag. Fjallið þeytir ösku gífurlega hátt til himins en gosið virðist hafa komið jarðvísindamönnum að óvörum.

Um 250 fjallgöngumenn sátu fastir í hlíðum fjallsins samkvæmt AP fréttaveitunni og leituðu margir þeirra sér skjóls í fjallskálum. Flestir eru nú komnir niður af fjallinu, en einhverjir hafa ákveðið að eyða nóttinni þar. Vegna meiðsla er fólk hrætt við að fikra sig niður stíga fjallsins vegna öskunnar sem liggur yfir öllu.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd af eldgosinu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×