Erlent

Sakar Ísrael um stríðsglæpi og þjóðarmorð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, á allsherjarþingi SÞ.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, á allsherjarþingi SÞ. Vísir/Getty
Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, sakaði Ísrael um stríðsglæpi í ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísaði hann þar til stríðsins á Gasa sem stóð í um 50 daga og lauk með vopnahléi þann 26. ágúst. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Abbas sagði jafnframt að framið hefði verið þjóðarmorð í stríðinu. Hann sagðist líta svo á að Oslóar-friðarferlinu, sem Bandaríkjamenn hafa leitt, sé lokið.

Í ræðunni skoraði Abbas á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja ályktun sem kveður skýrt á um hvenær Ísraelsmenn skulu hafa yfirgefið herteknu svæðin á Vesturbakkanum og Gasa.

Fulltrúar Palestínu munu nú hefja vinnu við að afla ályktunni stuðnings í öryggisráðinu en nær öruggt er talið að Bandaríkin munu vera mótfallin henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×