Erlent

„Monster“ trukki ekið inn í mannþvögu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tveir létust og átján manns slösuðust, þar af sex alvarlega, þegar svokölluðum „monster“ trukki var ekið út fyrir keppnisbraut á árlegri bílasýningu í Hollandi. Trukkinum var ekið yfir nokkra bíla en svo breytti hann um stefnu og ók yfir áhorfendur.

Ökumaður trukksins er í haldi lögreglu, samkvæmt BBC, og stendur rannsókn yfir á því hvernig þetta gat gerst.

Slasaðir voru fluttir með þyrlum á heilbrigðisstofnanir í þremur nærliggjandi bæjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×