Erlent

Ghani sór embættiseið í Afganistan

Vísir/AP
Nýr forseti Afganistans, Ashraf Ghani, sór embættiseið sinn í dag í forsetahöllinni í Kabúl. Sex mánuðir eru nú liðnir frá kosningunum og hafa ásakanir um kosningasvindl og kröfur um endurtalningu atkvæða tafið ferlið.

Á endanum var ákveðið að fara ákveðna sáttaleið þannig að Ghani verður forseti en Abdullah Abdullah, sem varð annar í kosningunum og sakaði Ghani um svindl, fær vald til þess að útnefna einskonar forsætisráðherra í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×