Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. september 2014 11:28 Opinn fundur fer fram klukkan 12 í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni "Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Vísir/Valgarður „Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira