Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. september 2014 11:28 Opinn fundur fer fram klukkan 12 í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni "Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Vísir/Valgarður „Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
„Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira