Erlent

Obama grípur til aðgerða í Írak og Sýrlandi

Jakob Bjarnar skrifar
Obama boðar hertar aðgerðir gegn vígasveitum öfgasinnaðra islamista í Írak og Sýrlandi.
Obama boðar hertar aðgerðir gegn vígasveitum öfgasinnaðra islamista í Írak og Sýrlandi. ap
Barack Obama Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í nótt og var afdráttarlaus; hann sagðist ekki ætla að hika við að beita bandarískum her gegn öfgasinnuðum islamistum í Sýrlandi og í Írak, og verða aðgerðir vægðarlausar ef því er að skipta. Hver sá hópur sem ógnar Bandaríkjunum verður hvergi óhultur, að sögn Obama.

Til að byrja með verða 475 hermenn sendir til Írak. Þeirra hlutverk verður að þjálfa íraska hermenn. Fram kemur að þeir verði til að byrja með einungis til ráðgjafar og til taks. Þá kynnti áætlun í fjórum liðum sem gengur í stórum dráttum út á að lama herskáa vígamenn sem ráða stórum landsvæðum í Sýrlandi og Írak og hafa þegar vakið heimsathygli fyrir hrottaskap; svo sem þann að afhöfða óvini sína og vestræna blaðamenn og senda vídeóupptökur af því til heimsbyggðarinnar. Í fyrstu verður stefnt að því að lama hersveitir þeirra með loftárásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×