Erlent

Falsaði ferðalagið á Facebook og gabbaði fjölskylduna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Van Der Boren þóttist hafa farið til suðaustur Asíu.
Van Der Boren þóttist hafa farið til suðaustur Asíu.
Hin hollenska Zilla Van Der Boren gabbaði fjölskylduna sína og þóttist hafa farið í ferðalag til suðausturhluta Asíu. Van Der Boren þóttist fara í fimm vikna ferðalag og var dugleg að setja myndir af sér inn á samfélagsmiðla.

Þessi gjörningur var í raun skólaverkefni, en Van Der Boren er að læra grafíska hönnun. Hún notaði tölvuforrit til þess að breyta myndum af sér. Hún gekk einnig lengra, hún innréttaði herbergi í íbúð sinni eins og hótelherbergi. Þar talaði hún við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi í gegnum forritið Skype. Hún heimsótti einnig búddamunk sem er búsettur í Hollandi og tók mynd af sér með honum.

Þegar hinu falsaða ferðalagi lauk birti Van Der Boren myndir af vefsíðu sinni, fyrir og eftir breytingar. Þar kemur berlega í ljós hversu flink hún er að vinna á myndvinnsluforrit.

Van Der Boren vildi einnig sýna fram á hversu mikla glansmynd fólk reynir að búa til í gegnum samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram. Hún birti myndband af því þegar hún tilkynnti fjölskyldu sinni að hún hafði aldrei farið í ferðalagið. Það má sjá hér að neðan. Eins og sjá má í því voru viðbrögð fólks mismunandi við þessum gjörningi Van Der Boren.

Hér er upprunalega myndin sem Van Der Boren.
Hér er Van Der Boren búin að breyta myndinni og setja sig inn lengst til vinstri.
Van Der Boren setti mynd af hýbýlum munksins efst í vinstra horn myndarinnar. Hún sendi fjölskyldu sinni myndina án myndar af húsinu í vinstra horninu og þóttist hafa heimsótt munkalaustur í suðaustur Asíu.
Van Der Boren fór í sundlaug og tók ef mynd af sér.
...Síðan breytti hún myndinni í myndvinnsluforriti, þannig svo virðist sem hún sé neðansjávar.
Van Der Boren sendi fjölskyldu sinni þessa mynd...
Í raun leit myndin svona út.
Og hér má sjá hvernig Van Der Boren vann myndina.
Hér að neðan má svo sjá myndbandið, þegar fjölskyldumeðlimir fá að vita að ferðalagið var falsað.

Sjezus zeg, Zilla - de onthulling/reacties from Zilla van den Born on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×