Erlent

Með lengstu tungu í heimi

Atli Ísleifsson skrifar
Heimsmetabók Guinness kom fyrst út árið 1955 og kemur því nú út í sextugasta sinn.
Heimsmetabók Guinness kom fyrst út árið 1955 og kemur því nú út í sextugasta sinn. Vísir/AFP
Nick Stoeberl, 24 ára Bandaríkjamaður frá Kaliforníu, er með lengstu tungu í heimi en hún mælist 10,1 sentrimetrar.

Heimsmetabók Guinness fyrir árið 2015 kom út í dag og er met Stoeberl eitt þeirra nýrru heimsmeta sem lesa má um á síðum bókarinnar.

„Í hvert sinn sem vinir mínir kynna mig fyrir nýju fólki segja þeir alltaf: „Þetta er Nick. Hann er með lengstu tungu í heimi“. Svo í hvert skipti sem ég hitti einhvern nýjan verð ég að stinga út tunguna,“ segir Stoeberl í samtali við AFP.

Heimsmetabókin kom fyrst út árið 1955 og kemur því nú út í sextugasta sinn. Meðal annarra nýrra heimsmeta sem má finna í bókinni eru lengsta kattarhopp í heimi og lengsta golfkylfa í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×