Erlent

Lögregluþjónar tóku myndir af sofandi innbrotsþjófi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessa mynd tóku lögregluþjónar af innbrotsþjófinum sofandi.
Þessa mynd tóku lögregluþjónar af innbrotsþjófinum sofandi. Vísir/Getty/AP
Ræstitækni brá nú heldur í brún þegar hún kom að þjófi steinsofandi í bænum Nokomi á Flórída. Maðurinn hafði brotist inn á heimili þar sem konan vann og safnað skartgripum í poka. Að því loknu virðist sem maðurinn hafi verið aðframkominn af þreytu.

Ræstitæknirinn kom að hinum 29 ára Dion Davis upp í rúmi þar sem hann lá sofandi með skartgripapokann sér við hlið. AP fréttaveitan segir þó að hann hafi ekki vaknað við umgang konunnar.

Hann var ekki heldur vaknaður skömmu seinna þegar lögregluþjónar voru mættir. Né vaknaði hann þegar þeir tóku myndir af honum liggjandi í rúminu.

Davis var handtekinn og ákærður fyrir innbrot. Hann gistir nú í fangaklefa fram að réttarhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×