Erlent

Lítil flugvél hvarf á leið frá Keflavík til Grænlands

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin átti að lenda í Kulusuk um miðjan dag í gær.
Vélin átti að lenda í Kulusuk um miðjan dag í gær. Vísir/Getty
Lítil flugvél hvarf á leið sinni frá Keflavík til Kulusuk á austurströnd Grænlands um miðjan dag í gær. Björgunarþyrla var kölluð út eftir að ekkert spurðist til vélarinnar sem átti að lenda í Kulusuk um klukkan 14 að staðartíma.

Í frétt grænlenska útvarpsins segir að vélin hafi verið án ratsjár. Danska flugumferðarstjórnin (NaviAir) vill ekki upplýsa hverrar tegundar vélin er eða hve margir hafi verið um borð.

Að sögn talsmanns NaviAir var flugumferðarstjórn í sambandi við flugmann vélarinnar skömmu fyrir lendingu en síðan hafi ekkert spurst til hennar. Bæði þoka og vindasamt var nærri Kulusuk í gær svo nokkur töf varð á leitinni.

Camilla Hegnsborg, talsmaður NaviAir, segir leitarmenn þó hafa nokkuð góða mynd af því hvar vélin gæti verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×