Erlent

Árásarmaður Malölu handtekinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Malala Yousafzai ásamt Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
Malala Yousafzai ásamt Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Vísir/Getty
Maðurinn sem skaut Malölu Yousafzai í höfuðið í október árið 2012 hefur verið handtekinn. BBC greinir frá.

Malala lifði morðtilraunina af en hópur talíbana réðst inn í skólabíl sem hún var farþegi og hóf skotárás. Malala var skotin í höfuðið af einum mannanna en einnig særðust tveir vinir hennar sem voru farþegar í skólabílnum.

Saga Malölu hefur vakið heimsathygli en hún hefur barist ötullega fyrir menntun stúlkna í heimalandi sínu Pakistan. Hún hefur nú náð sér og hefur meðal annars verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels, ávarpað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og gefið út sjálfsævisögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×