Erlent

Tugir yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Tugir hafa þurft að yfirgefa heimili sín nærri San Diego vegna mikilla skógarelda sem geysa nú í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Yfir 500 hektarar hafa orðið eldinum að bráð og búist er við að ástandið versni á næstu dögum vegna hitabylgju sem gæti staðið fram þriðjudag. Þá er talið að hitamet fyrir september falli og nái allt að fjörutíu stigum.

Hitabylgjan gæti gert þeim tæplega 300 slökkviliðsmönnum sem berjast við eldana erfitt fyrir, en vindátt er hagstæð eins og er og leitar eldurinn frá mannabyggðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×