Enski boltinn

Pellegrini brjálaður út í Mark Clattenburg

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Wenger og Pellegrini fara yfir málin
Wenger og Pellegrini fara yfir málin vísir/getty
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City segir bæði mörk Arsenal í 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrr í dag hafa verið ólögleg.

Dómarinn átti mjög lélegan dag,“ sagði Pellegrini eftir leikinn í dag.

„Bæði mörkin voru ólögleg. Það var greinilega brotið á Agüero í fyrra markinu og svo braut Welbeck á Kompany í seinna markinu. Svo var líka augljóslega hendi á Wilshere,“ sagði Sílemaðurinn sem vísaði þar til þess þegar Wilshere sló boltann inni í eigin vítateig í seinni hálfleik.

„Þetta er sami dómari og missti af hendinni á Skrtel á síðustu leiktíð á móti Liverpool.

„Það er alltaf erfitt að leika gegn góðum liðum eins og Arsenal. Þetta var gott stig í ljósi þess að dómarinn vildi ekki flauta í flautuna,“ sagði Pellegrini sem skipti markaskoraranum Sergio Agüero af leikvelli af ótta við að hann myndi fá annað gult spjald.

„Ég tók Sergio útaf af því að ég hélt að dómarinn myndi reka hann útaf. Hann var á gulu spjaldi. Hann var orðinn reiður og dómarinn átti slakan dag. Hann er mjög sterkur en það var sparkað látlaust í hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×