
Á þeim fundi kom fram að ráðuneytið hyggst ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsfólkið þarf sjálft að segja upp störfum.
Ekki liggur fyrir hvort að starfsfólkið haldi þá biðlaunarétti sínum en starfsmenn ráðuneytisins fullyrtu á fundinum að jafn réttur væri tryggður að lögum. Samkvæmt heimildum Vísis hafa fulltrúar stéttarfélaga hins vegar sagt starfsmönnum Fiskistofu að svo sé ekki og því er ekki ljóst hvernig ráðuneytið mun tryggja rétt starfsmanna.