Innlent

Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar

Bjarki Ármannsson skrifar
Eyþór Björnsson segist ætla að fylgja stofnuninni norður þegar hún verður flutt á næsta ári.
Eyþór Björnsson segist ætla að fylgja stofnuninni norður þegar hún verður flutt á næsta ári. Mynd/Fiskistofa/Pjetur
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar með fjölskyldu sinni þegar Fiskistofa verður flutt þangað á næsta ári. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Eyþór að ákvörðunin hafi verið tekin „að vel athuguðu máli“ og að hann hafi jafnframt dregið til baka umsókn sína um starf forstjóra Samgöngustofu.

Öllum starfsmönnum stofnunarinnar býðst að flytja með henni til Akureyrar frá Hafnarfirði. en ekki er talið að margir taki boðinu.


Tengdar fréttir

Fiskistofa flutt á Akureyri

Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×