Starfsemi Fiskistofu lömuð Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2014 13:01 Fiskistofustjóri hefur ekki ákveðið hvort hann og fjölskylda hans flytja með Fiskistofu til Akureyrar. Samráðhópur á vegum atvinnuvegaráðherra fundar um málið í dag. mynd/Guðmundur B. Agnarsson Fiskistofustjóri hefur sjálfur ekki gert upp við sig hvort hann flyst norður til Akureyrar með stofnuninni en segir að nú sé verkefnið að skipuleggja flutningana að vilja ráðherra. Trúnaðarmaður segir stofnunina lamaða eftir að ráðherra kynnti áform sín á föstudag. Starfsmenn Fiskistofu áttu fund með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í gær. Á þeim fundi kom fram að starfsfólk lítur á áætlanir Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um fluting Fiskistofu að hluta eða öllu leyti til Akureyrar sem fjöldauppsögn. Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna gagnvart SFR stéttarfélagi er annar fulltrúi starfsmanna af tveimur í samráðshópi sem settur hefur verið saman vegna flutninganna að ósk ráðherra. Jóhanna segir starfsmenn fyrst og fremst velta fyrir sér réttindum sínum á þessari stundu, en samráðshópurinn kemur saman til fyrsta fundar í dag.Hefur þú einhverjar væntingar til hans, um að hægt sé að breyta þessari ákvörðun á einhvern hátt?„Ég á nú ekki von á því svona í fyrsta kasti að það verði. Við þurfum bara að sjá hvað er verið að hugsa og hver er réttarstaða okkar,“ segir Jóhanna. Starfsmönnum sé réttarstaða þeirra efst í huga þessa dagana hvað varði biðlaun, lífeyrisréttindi og svo framvegis. Fáir eða engir starfsmenn ætli að fylgja stofnuninni til Akureyrar. „Það eru náttúrlega margir í sumarfríi en eins og andinn er hérna á ég ekki von á því að margir fylgi stofnuninni norður,“ segir Jóhanna. Og andinn sé ekki sérlega góður innan stofnunarinnar þessa dagana. „Nei, það er allt hálf lamað ennþá eins og við er að búast. Þetta er stór skellur sem við fengum,“ bætir hún við.Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.mynd/fiskistofaEyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að ekki verði auðvelt að þjálfa upp nýtt starfsfólk, sem margt búi yfir mikilli sérþekkingu, ef svo fari að starfsmenn fylgi stofnuninni ekki norður til Akureyrar.Þessi ákvörðun virðist koma skyndilega hjá ráðherra. Hvernig slær þessi ákvörðun þig?„Ég hef bara eins og aðrir starfsmenn þurft að vinna úr þessu og setjast niður með minni fjölskyldu og ræða hvernig þetta slær okkur. En núna er þetta bara stórt verkefni sem ég hef verið að vinna að og reyna að leysa eins vel og mögulegt er,“ segir Eyþór.Þú sjálfur, heldur þú að þú munir flytja norður?„Það er til skoðunar. Ég hef ekki getað ákveðið mig í því. Þetta er stór ákvörðun að flytja norður á Akureyri,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Fiskistofustjóri hefur sjálfur ekki gert upp við sig hvort hann flyst norður til Akureyrar með stofnuninni en segir að nú sé verkefnið að skipuleggja flutningana að vilja ráðherra. Trúnaðarmaður segir stofnunina lamaða eftir að ráðherra kynnti áform sín á föstudag. Starfsmenn Fiskistofu áttu fund með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í gær. Á þeim fundi kom fram að starfsfólk lítur á áætlanir Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um fluting Fiskistofu að hluta eða öllu leyti til Akureyrar sem fjöldauppsögn. Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna gagnvart SFR stéttarfélagi er annar fulltrúi starfsmanna af tveimur í samráðshópi sem settur hefur verið saman vegna flutninganna að ósk ráðherra. Jóhanna segir starfsmenn fyrst og fremst velta fyrir sér réttindum sínum á þessari stundu, en samráðshópurinn kemur saman til fyrsta fundar í dag.Hefur þú einhverjar væntingar til hans, um að hægt sé að breyta þessari ákvörðun á einhvern hátt?„Ég á nú ekki von á því svona í fyrsta kasti að það verði. Við þurfum bara að sjá hvað er verið að hugsa og hver er réttarstaða okkar,“ segir Jóhanna. Starfsmönnum sé réttarstaða þeirra efst í huga þessa dagana hvað varði biðlaun, lífeyrisréttindi og svo framvegis. Fáir eða engir starfsmenn ætli að fylgja stofnuninni til Akureyrar. „Það eru náttúrlega margir í sumarfríi en eins og andinn er hérna á ég ekki von á því að margir fylgi stofnuninni norður,“ segir Jóhanna. Og andinn sé ekki sérlega góður innan stofnunarinnar þessa dagana. „Nei, það er allt hálf lamað ennþá eins og við er að búast. Þetta er stór skellur sem við fengum,“ bætir hún við.Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.mynd/fiskistofaEyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að ekki verði auðvelt að þjálfa upp nýtt starfsfólk, sem margt búi yfir mikilli sérþekkingu, ef svo fari að starfsmenn fylgi stofnuninni ekki norður til Akureyrar.Þessi ákvörðun virðist koma skyndilega hjá ráðherra. Hvernig slær þessi ákvörðun þig?„Ég hef bara eins og aðrir starfsmenn þurft að vinna úr þessu og setjast niður með minni fjölskyldu og ræða hvernig þetta slær okkur. En núna er þetta bara stórt verkefni sem ég hef verið að vinna að og reyna að leysa eins vel og mögulegt er,“ segir Eyþór.Þú sjálfur, heldur þú að þú munir flytja norður?„Það er til skoðunar. Ég hef ekki getað ákveðið mig í því. Þetta er stór ákvörðun að flytja norður á Akureyri,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira