Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fram 4-2 | FH sigur í fjörugum leik Anton Ingi Leifsson á Kaplakrikavelli skrifar 21. september 2014 00:01 FH náði þriggja stiga forystu í Pepsi-deild karla með sigri á Fram í ansi fjörugum leik. Sex mörk voru skoruð í úrhellisrigningu í Krikanum. Leikurinn var fjörugur, en FH-ingar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Atli Guðnason var frábær í leiknum og mataði félaga sína hvað eftir annað. Fyrsta markið var ekki lengi að koma en það kom eftir einungis þrjár mínútru þegar Atli Guðnason skoraði eftir sendingu frá Steven Lennon. Atli skaut að marki, Denis varði, en tók sjálfur frákastið og skoraði. Hvítklæddir heimamenn voru í miklu stuði í byrjun og voru búnir að tvöfalda forystuna þegar fjórtán mínútur voru liðnar en þar var að verki Emil Pálsson. Heimamenn voru með öll völd í leiknum og voru líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Framarar að minnka muninn. Veðrið gerði báðum liðum algjöran óleik, en í Krikanum var trylltur vindur og úrhellisrigning. Vindurinn var þó ekkert sérstaklega á annað markið, heldur meira þvert fyrir allan völlinn. Staðan var 2-0 þegar rennblautir leikmenn gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var mikið um fjör. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að pressa heimamenn og uppskáru mark á 56. mínútu þegar Orri Gunnarsson skoraði eftir laglegt spil. Stuttu síðar vildu þeir fá víti en Vilhjálmur Alvar, dómari, lét sér fátt um finnast. FH-ingar geystust svo í sókn og þar voru fyrrum Framararnir Steven Lennon og Sam Hewson sem bjuggu til mark FH. Gestirnir voru þó alls ekki hættir og minnkuðu muninn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Fimm marka leikur í Krikanum og nægur tími til stefnu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki, en það tókst ekki og eins sterkt lið og FH-refsar.Heimir Guðjónsson var nýbúinn að senda markahrókinn Atla Viðar Björnsson inná sem skoraði eftir hörmuleg mistök í vörn Framara og leik lokið. Lokatölur 4-2. Framarar geta sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru arfadaprir í upphafi fyrri hálfleiks og gáfu FH tvö mörk í upphafi leiks. Eftir það komu þeir til baka og áttu nokkrar skemmtilegar sóknir og fína takta. FH-ingar hafa oft spilað betur, en stigin þrjú er það sem skiptir máli í þessum fótbolta.Heimir: Var of lengi að bregðast við „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. „Í síðari hálfleik hægðist á þessu hjá okkur og eftir að þeir breyttu í 4-4-2 var ég bara of lengi að bregðast við, en kredit á Fram-liðið. Þeir héldu áfram allan leikinn og létu okkur hafa fyrir þessu." „Það voru forsendur fyrir því að klára þennan leik í fyrri hálfleik, en þeir komu til baka og áttu góða spretti. Við lentum bara í vandræðum." „Í Kaplakrika er það þannig að þótt það sé vont veður í kringum völlinn þá er oft beta veður niðri á vellinum." „Það eru bara tveir gífurlega erfiðir leikir framundan og fyrst er það Valur á sunnudag," sagði Heimir að lokum.Bjarni: Hér er erfitt að dæma „Á tíma var eins og við værum að klóra okkur aftur inn í þetta, en við byrjun leikinn skelfilega og færum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram í leikslok. „Það er erfitt á móti liði eins og FH. Þeir eru með hörkusterkt lið og þeir refsa fyrir mistök andstæðinga. Við unnum okkur þá ágætlega inn í leikinn og síðari hálfleikurinn var mikið betri." „Ég sagði eitthverntímann að ég ætlaði ekki að hrósa mönnum fyrir að leggja sig fram og ég ætla ekki að breyta því núna." „Þetta var klárt víti, en hér er erfitt að dæma. Við áttum að fá víti líka í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinn stóð inni í vítateignum og hálf treyjan var farin af honum, en dómarinn horfði á það og dæmdi ekkert." „Hér er erfitt að koma sem útilið og greinilega erfitt að koma einnig sem dómari." „Fyrsta markið hjá okkur byrjaði niðri á hornfána hjá okkur og við spilum okkur upp allan völlinn og endar með frábæru marki. Menn geta varist, en hugurinn þarf að fylgja og það þarf allt að smella." „Það eru tveir leikir eftir og næst er það Stjarnan. Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í klukkutíma í fyrri leiknum í Laugardal. Þeir eru að berjast á toppnum, en við þurfum að fara þangað og ná í eitt stig, helst vinna og sjá það hvert það tekur okkur," sagði Bjarni Guðjónsson í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
FH náði þriggja stiga forystu í Pepsi-deild karla með sigri á Fram í ansi fjörugum leik. Sex mörk voru skoruð í úrhellisrigningu í Krikanum. Leikurinn var fjörugur, en FH-ingar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Atli Guðnason var frábær í leiknum og mataði félaga sína hvað eftir annað. Fyrsta markið var ekki lengi að koma en það kom eftir einungis þrjár mínútru þegar Atli Guðnason skoraði eftir sendingu frá Steven Lennon. Atli skaut að marki, Denis varði, en tók sjálfur frákastið og skoraði. Hvítklæddir heimamenn voru í miklu stuði í byrjun og voru búnir að tvöfalda forystuna þegar fjórtán mínútur voru liðnar en þar var að verki Emil Pálsson. Heimamenn voru með öll völd í leiknum og voru líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Framarar að minnka muninn. Veðrið gerði báðum liðum algjöran óleik, en í Krikanum var trylltur vindur og úrhellisrigning. Vindurinn var þó ekkert sérstaklega á annað markið, heldur meira þvert fyrir allan völlinn. Staðan var 2-0 þegar rennblautir leikmenn gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var mikið um fjör. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að pressa heimamenn og uppskáru mark á 56. mínútu þegar Orri Gunnarsson skoraði eftir laglegt spil. Stuttu síðar vildu þeir fá víti en Vilhjálmur Alvar, dómari, lét sér fátt um finnast. FH-ingar geystust svo í sókn og þar voru fyrrum Framararnir Steven Lennon og Sam Hewson sem bjuggu til mark FH. Gestirnir voru þó alls ekki hættir og minnkuðu muninn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Fimm marka leikur í Krikanum og nægur tími til stefnu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki, en það tókst ekki og eins sterkt lið og FH-refsar.Heimir Guðjónsson var nýbúinn að senda markahrókinn Atla Viðar Björnsson inná sem skoraði eftir hörmuleg mistök í vörn Framara og leik lokið. Lokatölur 4-2. Framarar geta sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru arfadaprir í upphafi fyrri hálfleiks og gáfu FH tvö mörk í upphafi leiks. Eftir það komu þeir til baka og áttu nokkrar skemmtilegar sóknir og fína takta. FH-ingar hafa oft spilað betur, en stigin þrjú er það sem skiptir máli í þessum fótbolta.Heimir: Var of lengi að bregðast við „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. „Í síðari hálfleik hægðist á þessu hjá okkur og eftir að þeir breyttu í 4-4-2 var ég bara of lengi að bregðast við, en kredit á Fram-liðið. Þeir héldu áfram allan leikinn og létu okkur hafa fyrir þessu." „Það voru forsendur fyrir því að klára þennan leik í fyrri hálfleik, en þeir komu til baka og áttu góða spretti. Við lentum bara í vandræðum." „Í Kaplakrika er það þannig að þótt það sé vont veður í kringum völlinn þá er oft beta veður niðri á vellinum." „Það eru bara tveir gífurlega erfiðir leikir framundan og fyrst er það Valur á sunnudag," sagði Heimir að lokum.Bjarni: Hér er erfitt að dæma „Á tíma var eins og við værum að klóra okkur aftur inn í þetta, en við byrjun leikinn skelfilega og færum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram í leikslok. „Það er erfitt á móti liði eins og FH. Þeir eru með hörkusterkt lið og þeir refsa fyrir mistök andstæðinga. Við unnum okkur þá ágætlega inn í leikinn og síðari hálfleikurinn var mikið betri." „Ég sagði eitthverntímann að ég ætlaði ekki að hrósa mönnum fyrir að leggja sig fram og ég ætla ekki að breyta því núna." „Þetta var klárt víti, en hér er erfitt að dæma. Við áttum að fá víti líka í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinn stóð inni í vítateignum og hálf treyjan var farin af honum, en dómarinn horfði á það og dæmdi ekkert." „Hér er erfitt að koma sem útilið og greinilega erfitt að koma einnig sem dómari." „Fyrsta markið hjá okkur byrjaði niðri á hornfána hjá okkur og við spilum okkur upp allan völlinn og endar með frábæru marki. Menn geta varist, en hugurinn þarf að fylgja og það þarf allt að smella." „Það eru tveir leikir eftir og næst er það Stjarnan. Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í klukkutíma í fyrri leiknum í Laugardal. Þeir eru að berjast á toppnum, en við þurfum að fara þangað og ná í eitt stig, helst vinna og sjá það hvert það tekur okkur," sagði Bjarni Guðjónsson í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti