Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Kristinn Ásgeir Gylfason á Vodavone-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 Vísir/Stefán Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira