Erlent

Amish-menn reisa hlöðu á einum degi

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Ljósmyndarinn Scott Miller frá Ohio í Bandaríkjunum fylgdist með meðlimum Amish-samfélags reisa hlöðu en Amish fólkið er þekkt fyrir færni sína með hamar og sög. Miller brá á það ráð að stilla upp myndavél sem tók eina ljósmynd á tuttugu sekúndna fresti.

Á endanum sat hann uppi með 1.600 myndir sem teknar voru frá sjö um morguninn til fimm. Á þeim tíma klára tugir Amish-manna svo gott sem að reisa hlöðuna.

Miller setti upp timelapse með myndunum þar sem hann sýnir tíu klukkutíma þróun á þremur og hálfri mínútu.

Hér má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×