Erlent

Rússar hóta Vesturlöndum flugbanni yfir Rússlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengjuárásir voru gerðar í austurhluta Úkraínu um helgina, þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna.
Sprengjuárásir voru gerðar í austurhluta Úkraínu um helgina, þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna. Vísir/AFP
Hertari viðskiptaþvinganir á hendur Rússum koma til með að hafa pólitískar afleiðingar, mun alvarlegri en innflutningsbann á matvælum. Til greina kemur að banna vestrænum flugfélögum að fljúga yfir Rússland sem mun reynast fjölmörgum flugfélögum erfitt og gæti leitt til gjaldþrots fjölda þeirra.

Þetta segir Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, en fulltrúar aðildarríkja ESB koma saman í dag til að taka afstöðu til tillagna um nýjar viðskiptaþvinganir á hendur Rússum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu.

Í frétt DI segir að sprengjuárásir hafi verið gerðar í austurhluta Úkraínu um helgina, þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á bandi Rússa.

Sprengjuárásir voru gerðar á svæðinu í kringum flugvöllinn í Donetsk og að sögn úkraínskra fjölmiðla lést kona þegar liðsmenn aðskilnaðarsinna réðust á vegatálma úkraínskra yfirvalda austur af borginni Mariupol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×