Erlent

Hvetja drottningu til að skerast í leikinn

Atli Ísleifsson skrifar
Nýlegar skoðanakannanir benda til að hnífjafnt sé milli fylkinga skoskra sjálfstæðis- og sambandssinna.
Nýlegar skoðanakannanir benda til að hnífjafnt sé milli fylkinga skoskra sjálfstæðis- og sambandssinna. Vísir/AFP
Breskir þingmenn hafa margir lagt til að Elísabet Bretadrottning skerist í leikinn til að tryggja það að Skotar kjósi gegn sjálfstæði í kosningunum sem fram fara þann 18. september. Segja þeir að afskipti drottningar myndi „öllu breyta“.

Nýlegar skoðanakannanir benda til að hnífjafnt sé milli fylkinga og hafa sjálfstæðissinnar fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og vikur. Hafa þeir mælst ívíð stærri að undanförnu.

Í frétt Telegraph segir að David Cameron sé undir miklum þrýstingi að biðja drottningu um að lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi samband Skotlands við Bretland.

Breska rík­is­stjórn­in kynnti um helgina aðgerðir sem miða að því að auka sjálf­stjórn Skota, bæði í fjár­mál­um og skatta­mál­um.

Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, gaf hins vegar lítið fyrir yfirlýsingar breskra stjórnvalda og sagði þær lýsa örvæntingu vegna niðurstaðna nýjustu skoðanakannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×