Erlent

Dóttir Saddams leggur fé til IS

Atli Ísleifsson skrifar
Raghad Hussein er í útlegð og býr í Jórdaníu.
Raghad Hussein er í útlegð og býr í Jórdaníu. Vísir/AFP
Raghad Hussein, elsta dóttir Saddams Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, er ein af þeim sem fjármagnar hryðjuverkasamökin IS. Þetta hefur þýska blaðið Spiegel eftir heimildarmönnum sínum í Miðausturlöndum.

Raghad Hussein er í útlegð og býr í Jórdaníu, gegn loforði um að skipta sér ekki að stjórnmálum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún studdi árásir gegn bandarískum hersveitum í Írak árið 2007. Interpol vildi þá að Hussein yrði framseld, en jórdönsk stjórnvöld höfnuðu slíkri beiðni.

Spiegel hefur eftir heimildarmönnum sínum að Hussein vilji nú hefna sín á þeim sem komu föður hennar frá völdum og tóku hann af lífi. Síðast í júlí fagnaði hún framgangi IS í viðtali. Hussein á mikinn auð og segja heimildarmennirnir að ljóst þyki að hún sé ein af þeim sem leggi IS til fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×