Bann Eyþórs stytt | Víkingur þarf ekki að greiða sekt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2014 11:46 Eyþór getur leikið með Ólsurum gegn Tindastóli á morgun. Vísir/Daníel Áfrýjunardómstóll KSÍ tók í gær fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Nefndin úrskurðaði á fundi sínum þann 12. ágúst Eyþór Helga Birgisson, leikmann Víkings, í fimm leikja bann og sektaði félagið um 100.000 krónur. Eyþór var upphaflega dæmdur í fimm leikja bann fyrir framferði sitt í leik Víkings og Grindavíkur í 1. deild þann 9. ágúst síðastliðinn, en aga- og úrskurðarnefnd taldi hann hafa gerst brotlegan við 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Víkingur fór fram á að leikbann Eyþórs yrði stytt niður í einn leik og sektin felld niður. Áfrýjunardómstóll KSÍ féllst á þessar kröfur. Í dómnum sem var birtur í dag segir meðal annars: „Í máli þessu er ágreiningslaust að dómari vísaði Eyþóri Helga af velli með því að sýna honum beint rautt spjald eftir að hann hafði áður hlotið gult spjald. Ekkert liggur fyrir um að framkoma leikmannsins hafi verið ofsafengin. Þá verður ekki fallist á það að orðbragð leikmannsins þegar hann gekk af velli hafi verið með þeim hætti að hann hafi með framferði sínu og ummælum gerst brotlegur við grein 16.1. „Orðfæri Eyþórs Helga þegar hann gekk af velli var honum hins vegar ekki til sóma. Með vísan til þessa er fallist á kröfu Víkings Ólafsvík um að leikbann Eyþórs Helga taki til eins leiks. Grein 16.1 geymir ekki skýra og ótvíræða heimild til að sekta aðra en leikmenn og forsvarsmenn félaga. Víkingur Ólafsvík verður því ekki gerð sektarrefsing.“ Eyþór hefur þegar tekið út einn leik í banni og hann getur því leikið með Víkingi sem sækir Tindastól heim á morgun. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Þrjú félög hafa verið sektuð af Knattspyrnusambandi Íslands um samtals 350.000 krónur fyrir brot á nýrri reglu sambandsins um mismunun. 14. ágúst 2014 06:30 Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28 Gerðist Eyþór Helgi sekur um kynþáttaníð? Víkingur Ólafsík sektað um 100.000 krónur vegna framkomu leikmannsins sem braut gegn 16. greininni. 13. ágúst 2014 14:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ tók í gær fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Nefndin úrskurðaði á fundi sínum þann 12. ágúst Eyþór Helga Birgisson, leikmann Víkings, í fimm leikja bann og sektaði félagið um 100.000 krónur. Eyþór var upphaflega dæmdur í fimm leikja bann fyrir framferði sitt í leik Víkings og Grindavíkur í 1. deild þann 9. ágúst síðastliðinn, en aga- og úrskurðarnefnd taldi hann hafa gerst brotlegan við 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Víkingur fór fram á að leikbann Eyþórs yrði stytt niður í einn leik og sektin felld niður. Áfrýjunardómstóll KSÍ féllst á þessar kröfur. Í dómnum sem var birtur í dag segir meðal annars: „Í máli þessu er ágreiningslaust að dómari vísaði Eyþóri Helga af velli með því að sýna honum beint rautt spjald eftir að hann hafði áður hlotið gult spjald. Ekkert liggur fyrir um að framkoma leikmannsins hafi verið ofsafengin. Þá verður ekki fallist á það að orðbragð leikmannsins þegar hann gekk af velli hafi verið með þeim hætti að hann hafi með framferði sínu og ummælum gerst brotlegur við grein 16.1. „Orðfæri Eyþórs Helga þegar hann gekk af velli var honum hins vegar ekki til sóma. Með vísan til þessa er fallist á kröfu Víkings Ólafsvík um að leikbann Eyþórs Helga taki til eins leiks. Grein 16.1 geymir ekki skýra og ótvíræða heimild til að sekta aðra en leikmenn og forsvarsmenn félaga. Víkingur Ólafsvík verður því ekki gerð sektarrefsing.“ Eyþór hefur þegar tekið út einn leik í banni og hann getur því leikið með Víkingi sem sækir Tindastól heim á morgun.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Þrjú félög hafa verið sektuð af Knattspyrnusambandi Íslands um samtals 350.000 krónur fyrir brot á nýrri reglu sambandsins um mismunun. 14. ágúst 2014 06:30 Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28 Gerðist Eyþór Helgi sekur um kynþáttaníð? Víkingur Ólafsík sektað um 100.000 krónur vegna framkomu leikmannsins sem braut gegn 16. greininni. 13. ágúst 2014 14:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Þrjú félög hafa verið sektuð af Knattspyrnusambandi Íslands um samtals 350.000 krónur fyrir brot á nýrri reglu sambandsins um mismunun. 14. ágúst 2014 06:30
Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28
Gerðist Eyþór Helgi sekur um kynþáttaníð? Víkingur Ólafsík sektað um 100.000 krónur vegna framkomu leikmannsins sem braut gegn 16. greininni. 13. ágúst 2014 14:45