Íslenski boltinn

Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann

Eyþór Helgi Birgisson í leik gegn KV.
Eyþór Helgi Birgisson í leik gegn KV. Vísir/Daníel
Sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson hjá Víkingi Ólafsvík var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ en Eyþór fékk að líta rauða spjaldið í 0-2 tapi gegn Grindavík um helgina.

KSÍ dæmdi Eyþór í fimm leikja bann en hann fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik. Eyþór var gríðarlega ósáttur eftir seinna gula spjaldið og var  hann dæmdur í fimm leikja bann fyrir framkomu sína eftir brottvísunina.

Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, fékk gult spjald fyrir mótmæli í kjölfari þess en manni fleiri náðu Grindvíkingar að bæta við marki og tryggja stigin þrjú í Ólafsvík.

Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir Víking Ólafsvík en aðeins sjö leikir eru eftir af tímabilinu. Eyþór Helgi er markahæsti maður liðsins með níu mörk í fjórtán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×