Erlent

Banna kennslu í efnafræði og heimspeki í sýrlenskum skólum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samtökin Íslamskt ríki, herskár hópur súnní-múslima, hafa bannað alla efnafræði- og heimspeki kennslu í borginni al-Raqa í norðurhluta Sýrlands og komið á „íslamskri kennsluskrá“. Þetta kom fram í tilkynningu frá sýrlenskum mannréttindasamtökum í kvöld.

Íslamska ríkið hefur farið fram á að það að kennara og skólastjórnendur „undirbúi innleiðingu íslamsks menntakerfis í skólum al-Raqa“ sem yrði síðan metið af menntmálanefnd – en í henni eiga bara meðlimir samtakana sæti.

„Íslömsku sérfræðingar“ samtakanna ákváðu að afnema kennslu í fyrrnefndum greinum því þeir telja að efnafræði og heimspeki „brjóti í bága við lög guðs“.

Samtökin hafa lofað kennurum og stjórnendum skólanna sómasamlegum launum en ríkisstjórn Bashar al-Assad hætti greiðslum til skólanna eftir að herskáir íslamistar náðu þeim á sitt band.

Íslamska ríkið hefur lokað fjölda skóla í norðurhluta landsins sem kenndu eftir sýrlenskum stöðlum. Hörð átök geysa nú meðal herskárra íslamista á þessum slóðum en í gær létust níu vígamenn í átökum milli slíkra hópa við borgina Akhtarin í Aleppo héraði í norður Sýrlandi.

Meðlimir Íslamska ríkisins grýttu einnig mann til dauða fyrir að hafa nauðgað þroskahamlaðri stúlku í borginni Deir al-Zur.

80 jasaídar hafa fallið í átökunum við samtökin í Sindjar-fjöllum í dag. Talið er að rúmleg 100 fjölskyldur hafi lagt á flótta þegar átökin hófust við fjallgarðinn .


Tengdar fréttir

Hundruðir þúsunda á flótta

Sameinuðu þjóðirnar segja tugþúsundir manna, kvenna og barna enn hafast við, við þröngan kost á Sinjar fjalli og þurfa lífsnauðsylega á aðstoð að halda.

Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag

Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt.

Bretar koma Jasídum til hjálpar

Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt.

Bandarískir hermenn komnir til Íraks

Sérsveitarmennirnir eru lentir í Sindjar-fjöllum þar sem þeim er ætlað að aðstoða Jasaída. Einungis þrjú ár eru síðan bandarískar hersveitir yfirgáfu landið.

35 þúsund flóttamenn hafa komist frá Sinjar-fjalli

Um 35 þúsund flóttamenn hafa nú komist af Sinjar-fjalli þar sem þúsundum flóttamanna hefur verið haldið í herkví af samtökunum IS, Íslamskt ríki. Flóttamennirnir, sem flestir eru Jasídar, hafa farið fótgangandi til Kúrdistan í norðurhluta Íraks í gegnum Sýrland, en ferðin tekur um þrjá daga.

Bretar senda orrustuþotur til Íraks

Tilkynnt var eftir fund í COBR-nefndinni í dag að ákveðið hefði verið að senda nokkrar breskar orrustuþotur af gerðinni Tornado til Íraks til að aðstoða í átökunum við IS-samtökin í landinu. Vélarnar verða notaðar í eftirlitsskyni en þær hafa þó getu til loftárása.

Óljóst endatafl í Írak

Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×