Segir myndbirtingu sýna ósiðmenntað eðli IS Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 11:36 Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Vísir/AFP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira