Segir myndbirtingu sýna ósiðmenntað eðli IS Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 11:36 Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Vísir/AFP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira