Segir myndbirtingu sýna ósiðmenntað eðli IS Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 11:36 Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Vísir/AFP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira