Erlent

Bandaríkjastjórn íhugar að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks

Randver Kári Randversson skrifar
Bandaríkjastórn íhugar að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks.
Bandaríkjastórn íhugar að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks. Vísir/AFP
Að sögn bandarískra embættismanna íhugar Bandaríkjastjórn að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks, í því skyni að herða baráttuna gegn samtökunum IS, Íslamskt ríki, sem nú ógna minnihlutahópum í landinu og Kúrdum.

Á vef Reuters er haft eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að líklegt sé að tilkynnt verði um þá ákvörðun að senda að minnsta kosti 70 hernaðarráðgjafa til Íraks. Um slíkir 700 hafa verið sendir til landsins á undanförnum vikum til að gæta öryggis bandarískra diplómata og veita Írökum hernaðarlega ráðgjöf.

Þá kemur fram að ráðgjöfunum verði falið að meta til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa til að greiða úr neyðarástandinu sem nú er á Sinjar-fjalli, þar sem tugþúsundir flóttamanna, flestir Jasídar, hafast við.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×