Fótbolti

Sigur hjá Inter í Ítalíuslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Inter fagna marki Yuto Nagatomo.
Leikmenn Inter fagna marki Yuto Nagatomo. Vísir/Getty
Inter bar sigurorð af Roma með tveimur mörkum gegn engu í A-riðli á Champions Cup sem fer fram í Bandaríkjunum þessa daganna. Leikið var á Lincoln Financial Field í Philadelphia.

Nemanja Vidic kom Inter yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skalla eftir aukaspyrnu frá Brasilíumanninum Dodo.

Japaninn Yuto Nagatomo gulltryggði svo Inter sigurinn þegar þrumaði boltanum í slána og inn á 69. mínútu.

Seinna í kvöld mætast Real Madrid og Manchester United í lokaleik A-riðils, en enska liðið þarf að ná í a.m.k. eitt stig til að komast í úrslitaleikinn sem fer fram á Sun Life Stadium í Miami á mánudaginn.

Leikurinn hefst klukkan 20:05 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Champions Cup hefst í kvöld

International Champions Cup hefst í Bandaríkjunum í dag en mörg af stærstu liðum heims taka þátt í mótinu og má búast við skemmtilegum viðureignum.

Inter vann Real Madrid í vítaspyrnukeppni

Real Madrid og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í seinni leik A-riðilsins á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Real bar sigur úr býtum. Í hinum leik vann Manchester United Roma, 3-2.

United vann Roma í fjörugum leik

Manchster United vann Roma á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup í Bandaríkjunum í kvöld, en United afgreiddi leikinn í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 3-2, en staðan var 3-0 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×